vorfuglarnir
Maimánuður er svolítill gestamánuður hér á Danziger. Við fengum hérna einn gest fyrir helgi í nokkrar nætur sem vill kannski ekki láta nafns síns getið á veraldarvefnum, en hvað um það við og gesturinn áttum góða daga og mikið var rætt um þann tíma sem ég og Arnar vorum að kynnast í Mývatnssveit. Ó hin fagra Mývatnssveit, hennar var s.s. saknað sárt og er því ekki seinna vænna að sjálf prinsessa þeirra Mývetninga hún Þorgerður komi og vermi hjörtu okkar. Prinsessan kemur á morgun og ég get ekki beðið.
Seinna í mánuðinum koma svo Afi og Amma Ísoldar sem litla fjölskyldan bíður í ofvæni eftir að hitta og ég þykist vita að þau hlakki líka mikið til að hitta litla ungan sinn eftir alla þessa mánuði. Er farin í bað.
Seinna í mánuðinum koma svo Afi og Amma Ísoldar sem litla fjölskyldan bíður í ofvæni eftir að hitta og ég þykist vita að þau hlakki líka mikið til að hitta litla ungan sinn eftir alla þessa mánuði. Er farin í bað.
Ummæli