vorfuglarnir

Maimánuður er svolítill gestamánuður hér á Danziger. Við fengum hérna einn gest fyrir helgi í nokkrar nætur sem vill kannski ekki láta nafns síns getið á veraldarvefnum, en hvað um það við og gesturinn áttum góða daga og mikið var rætt um þann tíma sem ég og Arnar vorum að kynnast í Mývatnssveit. Ó hin fagra Mývatnssveit, hennar var s.s. saknað sárt og er því ekki seinna vænna að sjálf prinsessa þeirra Mývetninga hún Þorgerður komi og vermi hjörtu okkar. Prinsessan kemur á morgun og ég get ekki beðið.
Seinna í mánuðinum koma svo Afi og Amma Ísoldar sem litla fjölskyldan bíður í ofvæni eftir að hitta og ég þykist vita að þau hlakki líka mikið til að hitta litla ungan sinn eftir alla þessa mánuði. Er farin í bað.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Já hvort við hlökkum til að sjá ykkur öll þó auðvitað sé mest spennó að sjá litla gullið sem hefur líka örugglega stækkað og breyst meira en þið :) Amma og afi
Nafnlaus sagði…
Ég læt mig dreyma um að kíkja einn góðan veðurdag... eruð þið nokkuð alveg að flytja heim aftur?
Móa sagði…
jú jú verðum hér eitthvað áfram en komum heim í sumar aðeins til að minna á okkur

Vinsælar færslur